2.6.14

Sumarlesning
Svoltið langt síðan að ég bloggaði seinast. Það koma alltaf tímabil þar sem maður veit ekki lengur hvað maður á að blogga um og hættir að finna til tíma til að skrifa einhverjar skemmtilegar færslur. En þar sem ég er búin í prófum, komin í sumarfrí og byrja ekki að vinna alveg strax.. þá finnst mér það tilvalið að byrja að blogga á ný.

Mér datt í hug að gera bloggfærslu um eina bók sem ég las nýlega og aðra sem er á óskalistanum hjá mér. Að mínu mati er það nauðsynlegt að taka bók með sér í fríið, hvort sem þú sért að fara á ströndina eða bara uppí bústað. Það er eitthvað svo huggulegt við það að lesa í sólinni með kaffibolla eða kokteil við hönd.. (krossa fingur að veðrið breytist hérna á íslandi!)


Americanah eftir Chimamanda Ngozi Adiche, ótrúlega áhrifaríkur höfundur sem skrifaði meðal annars Half of a Yellow Sun og Purple Hibiscus. Chimamanda er höfundur frá nígeríu og mikil jafnréttissinni. Bókin Americanah fjallar um konu frá Nígeríu sem hefur verið búsett í bandaríkjunum í áratugi og ástarsagan á milli hennar og manns sem hún hefur ekki hitt síðan að hún flutti til Bandaríkjana. En það sem gerir bókin svo áhugaverða er umfjöllunin á kynþáttafordómum og femínísk málefni sem blandast inní söguna. Bókin verður breytt í bíómynd bráðlega og heyrst hefur að leikkonan Lupita Nyong´o mun framleiða bíómyndina og mögulega leika aðalhlutverkið í myndinni.. spennandi! Mæli eindregið með þessa bók!I know why the caged bird sings eftir Maya Angelou (gefin út árið 1969). Maya var höfundur, baráttumanneskja í réttindabaráttu blökkumanna, skáld, kennari og ein áhrifaríkasta kona 20 aldar. Maya lést þó fyrir stuttu síðan en skilur eftir sér fjölda margar bækur sem einkennast meðal annars af ævisögu hennar, þá sérstaklega erfiða barnæsku hennar þar sem henni var misþyrmt af kærasta móður sinnar ásamt fleiri hræðinlegum upplifunum. Bókin I know why the caged bird sings fylgir lífið hennar Maya frá því að hún var 3 ára þangað til að hún verður 16 ára og eins barna móðir og fjallar aðallega um upplifanir hennar sem ung svört kona í suðurríkjunum á 20 öld. Þessi bók er efst á leslistanum hjá mér.


Hér er þáttur frá Oprah með Maya Angelou, en þær voru góðar vinkonur og Oprah leit mikið upp til hennar. Skylduáhorf! :)Chanel xx

No comments:

Post a Comment